Bilun í dreifikerfi Orkuveitunnar

Bilun hefur komið upp á dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur og af þeim völdum eru rafmagnstruflanir í Fossvogi.

Um er að ræða háspennubilun frá Elliðaárstöðinni, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni.

Búið er að kalla út viðgerðarteymi og er viðgerðartími talinn allt að einni klukkustund. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert