Gerir ráð fyrir umræðum fram á nótt

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Styrmir Kári

„Já, ég geri ráð fyrir því,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvort hann geri ráð fyrir því að þingfundur muni halda áfram í kvöld og í nótt.

Umræða um frumvarp formanna stjórnarflokkanna og formanns Bjartrar Framtíðar um tímabundna breytingu á breytingarákvæði stjórnarskrárinnar hófst rétt fyrir klukkan tvö í dag, rétt fyrir klukkan sjö var síðan gert hlé á þingfundi og mun hann hefjast aftur klukkan átta í kvöld.

Að sögn Gunnars Braga hafa þingmenn ekki ennþá fengið að vita hversu lengi þingfundurinn mun vara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert