Kröftug gassprenging á Vegamótum

mbl.is/Hjörtur

Gassprenging varð á veitingahúsinu Vegamótum við Vegamótastíg í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn. Enginn eldur kviknaði vegna sprengingarinnar.

Sprengingin var kröftug. Líklega hefur gas lekið í einhvern tíma því þegar kveikt var á eldavélum veitingahússins í morgun varð mikil sprenging, samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins. Mikið mildi þykir að enginn slasaðist en skemmdir urðu á eldunarbúnaði.

Slökkvilið hefur lokið störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka