Þingmenn þurfa að borga minna fyrir skyr, rúnstykki, gos, ávaxtasafa og salatbar, en starfsmenn Landspítalans. Þetta má sjá með því að bera saman verð í mötuneyti Alþingis við verð á þessum vörum í mötuneyti Landspítala.
Þetta kemur fram á vef ASÍ Vertu á verði, en þar getur almenningur komið með ábendingar um verð á vörum. Vefnum er ætlað að miðla upplýsingum um verð og verðbreytingar og stuðla þannig að aðhaldi með verðhækkunum fyrirtækja.
Í ábendingu sem send var inn á vefinn kemur fram að starfsmenn Landspítalans þurfa að greiða talsvert meira en þingmenn fyrir skyr, gos, ávaxtasafa, rúnstykki og súpu. Verðmunurinn er mestur um 25%.