Íslensk norðurljós á CNN

Skjáskot af vef CNN

Vegna kröft­ugs goss á sól­inni hafa og verða norður­ljós­in yfir Íslandi og víðar áber­andi. Mynd af sjón­arspili á ís­lensk­um himni í gær rataði inn á vef banda­rísku frétta­stof­unn­ar CNN.

Það er áhuga­ljós­mynd­ar­inn Hall­dór Sig­urðsson sem sendi CNN mynd­irn­ar. Í stuttri frétt með þeim seg­ir að ljós­mynd­ar­inn hafi farið út fyr­ir Reykja­vík til að ná mynd­un­um. Fram kem­ur að oft sé fal­leg norður­ljós á Íslandi en að þau séu sér­lega áber­andi þessa dag­ana.

Mynd­in er birt und­ir efn­isþætt­in­um iReport en þar eru birt­ar frétt­ir og mynd­ir frá les­end­um CNN víðs veg­ar að úr heim­in­um.

Frétt mbl.is: Dans­andi norður­ljós

Frétt mbl.is: Mikið sjón­arspil á himni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert