Íslensk norðurljós á CNN

Skjáskot af vef CNN

Vegna kröftugs goss á sólinni hafa og verða norðurljósin yfir Íslandi og víðar áberandi. Mynd af sjónarspili á íslenskum himni í gær rataði inn á vef bandarísku fréttastofunnar CNN.

Það er áhugaljósmyndarinn Halldór Sigurðsson sem sendi CNN myndirnar. Í stuttri frétt með þeim segir að ljósmyndarinn hafi farið út fyrir Reykjavík til að ná myndunum. Fram kemur að oft sé falleg norðurljós á Íslandi en að þau séu sérlega áberandi þessa dagana.

Myndin er birt undir efnisþættinum iReport en þar eru birtar fréttir og myndir frá lesendum CNN víðs vegar að úr heiminum.

Frétt mbl.is: Dansandi norðurljós

Frétt mbl.is: Mikið sjónarspil á himni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert