Virðir ESB skuldbindingar sínar?

Tómas Ingi Olrich
Tómas Ingi Olrich

„Það er hlutverk ESA að fylgja því eftir að Noregur, Ísland og Liechtenstein virði reglur „vrópska efnahagssvæðisins“ segir Tómas Ingi Olrich fv. ráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Eins og gefur að skilja er vettvangurinn frekar smár og hefur því stofnuninni stundum verið legið á hálsi fyrir að kíkja smásmugulega yfir axlirnar á þessum þremur ríkjum.

Í grein sinni segir Tómas Ingi m.a.: „Undirrituðum er kunnugt um að innan Evrópusambandsins voru uppi raddir um að hugsanlega hefðu bresk stjórnvöld brotið gegn reglum ESB, þegar þau réðust í harkalegar aðgerðir gegn Íslendingum haustið 2008. Skyldu þær upplýsingar hafa borist utanríkisráðherra Íslands? Sú spurning vaknar einnig hvort þær hafi borist til miðstöðva Evrópusambandsins, sem hafði eftirlitsskyldu í málinu.

Nú hafa þær raddir heyrst meðal Íslendinga að réttast væri að athuga hvort Íslendingar gætu ekki farið í mál við bresk stjórnvöld vegna framkomu þeirra á örlagastundu haustið 2008. Það hefur reyndar verið athugað hvað slíkur málarekstur gæti kostað, og er ekki ofsögum sagt af því að sá kostnaður yrði mikill. Á hinn bóginn er það alls ekki eðlileg leið að Íslendingar fari í mál við Breta. Er rétt að minnast þess að það voru ekki Bretar sem fóru í mál við Íslendinga vegna Icesave. Það var eftirlitsstofnunin ESA. ESA hefur hins vegar ekki eftirlitsskyldu með Bretum.

Sú eftirlitsstofnun, sem ber að sækja mál Íslands gagnvart Bretum er ESB. Á framkvæmdastjórn ESB hvílir sú skylda að tryggja að samningar og reglur séu virtar. Ef því er að skipta, dregur hún aðildarþjóðir fyrir dómstól. Framkvæmdastjórnin er því réttur sóknaraðili fyrir dómstól Evrópusambandsins. Það er Breta að taka til varnar.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka