Fjörutíu mál á dagskrá þingsins

mbl.is/Ómar

Fjörutíu mál eru á dagskrá Alþingis í dag en þingfundur hefst klukkan 10:30. Fyrsta mál á dagskrá að loknum umræðum um störf þingsins er framhald annarrar umræðu um frumvarp formanna Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Bjartrar framtíðar að breytingum á stjórnarskránni en að loknum umræðum um það er á dagskrá þingsályktunartillaga um að kosin verði sérstök nefnd til þess „að vinna að farsælli niðurstöðu málsins á næsta kjörtímabili.“

Önnur mál á dagskrá Alþingis í dag eru meðal annars frumvörp til laga varðandi stjórn fiskveiða, kísilver á Bakka við Húsavík, happadrættisstofu og um náttúruvernd. Sömuleiðis lokafjárlög 2011, fjölmiðla og niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis áttu þinglok að verða síðastliðinn föstudag en alls óvíst er hvenær þau verða. Fundað hefur verið um málið undanfarna daga og er gert ráð fyrir frekari fundarhöldum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert