Saltpækli verður úðað í vegkanta helstu stofnbrauta til að binda það ryk sem bílaumferðin annars þeytir upp. Byrjað verður klukkan þrjú í nótt og haldið áfram þar til þungi verður kominn á morgunumferðina. Á morgun verður einnig unnið eftir þörfum.
<span><span><br/></span></span> <span><span>Um páskana er svo stefnt að því að hefja almenna vorhreinsun á götum borgarinnar. Uppspretta svifryksins er m.a. vegna ösku frá svæðinu í kringum Grímsvötn sem barst til höfuðborgarsvæðisins í óveðrinu um daginn. Askan hefur enn ekki náð að skolast burt vegna þurrviðris.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span>Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Áhugasamir geta fylgst með styrk svifryks á vefmæli á <a href="http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-1007">heimasíðu Reykjavíkurborgar </a>en hann sýnir styrkinn á mælistöðinni við Grensásveg.</span>