Götur rykbundnar með saltpækli

Loftmengun í Reykjavík.
Loftmengun í Reykjavík. mbl.is/Rax

<span><span>Mikil loftmengun hefur verið í Reykjavík í dag, svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum og er útlit fyrir að svo verði áfram. Í tilraun til að bæta loftgæði borgarinnar verður í nótt unnið að því að rykbinda götur í Reykjavík.</span></span>

Saltpækli verður úðað í vegkanta helstu stofnbrauta til að binda það ryk sem bílaumferðin annars þeytir upp. Byrjað verður klukkan þrjú í nótt og haldið áfram þar til þungi verður kominn á morgunumferðina. Á morgun verður einnig unnið eftir þörfum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert