Hringleikahús fáránleikans á Alþingi

Birgitta Jónsdóttir á Alþingi.
Birgitta Jónsdóttir á Alþingi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmenn Hreyfingarinnar telja sig ekki bundna af samkomulagi sem þingflokksformenn og forseti Alþingis náðu í kvöld um frestun stjórnarskrármálsins og afgreiðslu annarra mála. Birgitta Jónsdóttir segir ástæðuna einfalda: Ekkert hafi verið við hana rætt um málið.

„Eina ástæða þess að ég tók eftir því að þetta samkomulag hafi náðst við einhverja er að ég er með kveikt á þingsjónvarpinu til að fylgjast með hringleikhúsi fáránleikans,“ segir Birgitta.

Þingstörfin duttlungum háð

Hlé var gert á þingfundi um kvöldmatarleytið í kvöld og þegar hann hófst aftur klukkan 20 var tilkynnt samkomulag um breytta dagskrá, þar sem stjórnarskrármálinu er frestað og 10 mál tekin á dagskrá og rædd en atkvæðagreiðslu um þau að lokinni umræðu frestað. Er þetta gert til að létta á störfum þingsins, þar sem tugir mála eru óafgreiddir þrátt fyrir að þingi hafi átt að ljúka á föstudaginn var. 

Birgitta Jónsdóttir tekur fram að hún hafi óskað eftir ákvörðun um að fundað yrði í það minnsta fram á föstudag og boðað til fundar í þingskapanefnd, en ekkert hefur orðið úr því. „Við skulum því endilega halda áfram að láta þingstörfin vera duttlungum háð og rekin í algjöru reiðileysi,“ segir Birgitta.

Stjórnarskrármálið af dagskrá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka