Hróp og köll þegar ljósin birtast

Rauð og græn norðurljós yfir Bláfjöllum.
Rauð og græn norðurljós yfir Bláfjöllum. mbl.is/Brynjar Gauti

Reynslan af norðurljósaspám Veðurstofunnar er góð og bæði íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og erlendir ferðamenn notfæra sér þær til að skipuleggja skoðunarferðir.

„Þetta hefur fallið í góðan jarðveg og það hefur komið okkur á óvart hvað það er mikið sótt í þessar spár. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá ferðaþjónustufólki. Það og umbjóðendur þess nota þetta greinilega,“ segir Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofunnar, um norðurljósaspárnar sem stofnunin hóf að birta í október í fyrra.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Ingvar meðal annars, að spárnar séu á meðal mest sóttu undirsíðna veður.is og að meira sé sótt í ensku útgáfuna en þá íslensku. „Aðsóknin að enska hlutanum hefur aukist jafnt og þétt þannig að erlendir ferðamenn virðast nota spárnar mikið til að skipuleggja ferðir sínar.“

Norðurljósaspá Veðurstofunnar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert