„Okkur er bara haldið utan við þetta“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Kristinn

„Mér er bara ekki boðið á þessa fundi og engum úr Hreyfingunni. Það er verið að makka hérna í einhverjum ilmvatnsfylltum bakherbergjum um það hvernig auðlindaákvæði verður skipt á milli einhverra aðila fyrir næstu kynslóðir,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar spurð um samningaviðræður á þinginu um þinglok.

„Við erum ekki með og þar að leiðandi ekki samábyrg væntanlega á því sem er í gangi. Ég hef ekkert verið boðuð og enginn talað við mig. Enginn rætt við Margréti um hennar tillögu  þannig að þetta er mjög sérstakt. Ég var í þessu hlutverki þegar við vorum að ræða um Icesave og ESB og allt það. Ég hef aldrei lent í svona furðulegum vinnubrögðum þegar verið er að semja um þinglok,“ segir Birgitta.

Kennir vankunnáttu nýrra formanna um

„Það hefur komið mér á óvart og vill kenna því pínulítið um amatörhátt nýju formannanna. Þeir kunna ekki samningatækni og kunna ekki að skapa sátt um nokkurn skapaðan hlut. Þessi sáttatillaga Árna Páls hefur nú ekki í raun og veru búið til neina sátt um málið. Það er búið að flækja þetta mál út og suður og ætla svo að fara að varpa þeirri ábyrgð á Margréti Tryggvadóttur er ótrúlega lítilmannlegt,“ segir Birgitta.

„Það er mjög bagalegt að geta ekki fylgst með því sem þarna fer fram. Það er nú hlutverk mitt sem þingmanns. Okkur er bara haldið utan við þetta,“ segir Birgitta.

Engin lausn virðist enn vera í sjónmáli varðandi þinglok.
Engin lausn virðist enn vera í sjónmáli varðandi þinglok. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert