Mikill hitastigull hefur verið á Vestfjörðum og Tröllaskaga og veik lög efst í snjóþekjunni. Veðurstofa Íslands varar við því að svo veik lög sem fyrir voru nærri yfirborði gætu hafa veikst enn meira. Nokkur snjófljóð hafa fallið og er hætta á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga talin mikil.
Í dag er spáð NA-hríðarveðri og því líklegt að snjóflóðahætta aukist verulega ef vindfleki nær að byggjast upp í skafrenningi.