Stjórnarskrármálið af dagskrá

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Búið er að taka stjórnarskrármálið af dagskrá og þegar þingfundur hefst klukkan 20:00 verða önnur mál tekin fyrir. Þetta staðfesti Illugi Gunnarsson í samtali við mbl.is.

Að sögn Illuga er verið að reyna að finna lausn á stjórnarskrármálinu og þar með hafi verið ákveðið að taka málið af dagskrá. Önnur mál sem ríkir nokkur sátt um og menn vilja að fari í gegnum þingið, verða tekin til umræðu til að létta á dagskrá þingsins. Stjórnarskrárfrumvarpið verður geymt þar til síðar.

Þingfundur hefst aftur klukkan 20:00 og í stað áframhaldandi viðræðu um stjórnskipunarlög verður tekjuskattur nú tekinn til umræðu. Alls eru 38 mál nú á dagskrá þingsins en ósamið er um þinglok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert