Stjórnarskrármálið af dagskrá

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Búið er að taka stjórn­ar­skrár­málið af dag­skrá og þegar þing­fund­ur hefst klukk­an 20:00 verða önn­ur mál tek­in fyr­ir. Þetta staðfesti Ill­ugi Gunn­ars­son í sam­tali við mbl.is.

Að sögn Ill­uga er verið að reyna að finna lausn á stjórn­ar­skrár­mál­inu og þar með hafi verið ákveðið að taka málið af dag­skrá. Önnur mál sem rík­ir nokk­ur sátt um og menn vilja að fari í gegn­um þingið, verða tek­in til umræðu til að létta á dag­skrá þings­ins. Stjórn­ar­skrár­frum­varpið verður geymt þar til síðar.

Þing­fund­ur hefst aft­ur klukk­an 20:00 og í stað áfram­hald­andi viðræðu um stjórn­skip­un­ar­lög verður tekju­skatt­ur nú tek­inn til umræðu. Alls eru 38 mál nú á dag­skrá þings­ins en ósamið er um þinglok.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert