Nýverið hækkuðu Bæjarins beztu verðið á veitingum sínum. Pylsan hækkaði um 40 krónur; fór úr 320 krónum í 360 krónur, og gosið hækkaði um 10 krónur, kostaði 180 krónur en fæst nú á 190 krónur. Því þarf að reiða fram 550 krónur til að splæsa í þjóðarrétt Íslendinga; pylsu og kók.
„Við höfum haft þá stefnu, alveg frá hruni, að halda verðinu eins langt niðri og við mögulega getum. En það er ekki lengur hægt, vegna sykurskatts og hækkunar annarra opinberra gjalda,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins beztu. Hann segir fyrirtækið frekar kjósa að hækka verð en láta það koma niður á gæðum og þjónustu við viðskiptavini.
Verð á pylsu og gosi á Bæjarins beztu hefur einungis hækkað um 18% frá árinu 2007, á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 45%, að þvíæ er fram kemur í umfjöllun um hækkanir á matvöru í Morgunblaðinu í dag.