Aðför að borgaralegu samfélagi

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Í liðlega fjögur ár hefur skipulega verið grafið undan öllum hornsteinum borgaralegs samfélags. Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna taldi sig hafa fengið sögulegt tækifæri til að umbylta þjóðfélaginu og móta það til framtíðar að sósíalískri hugmyndafræði“ segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Óli Björn að ekkert skyldi njóta friðhelgi og allra síst stjórnarskrá lýðveldisins. Þá hafi markmið vinstristjórnarinnar verið frá upphafi að grafa undan grunngildum samfélags sem byggist á frjálsum viðskiptum og frelsi einstaklingsins. Endaskipti skyldu höfð á hlutunum þar sem ríkið er ekki verkfæri einstaklinganna heldur fær að lifa sjálfstæðu lífi sem sækir fóður til þegnanna.

Í grein sinni segir varaþingmaðurinn m.a. „Framtíðin hefur skipulega verið veðsett en halli á ríkissjóði frá árinu 2010 nemur alls tæpum 300 milljörðum króna eða um 3,7 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þá eru ótaldar óbókfærðar skuldbindingar og útgjöld sem hefur verið frestað með pólitískum brellum. Hallareksturinn, brellurnar og stöðnun hafa veikt (og jafnvel eyðilagt) tekjustofna ríkisins og þar með takmarkað bolmagn þess að standa undir öflugu velferðarkerfi.“

Lokaorðin: „Kjósendur ákveða hvort þau fjölmörgu ótrúlegu tækifæri sem Íslendingar eiga verða nýtt, eða hvort enn ein vinstristjórnin taki við stjórnartaumunum að loknum kosningum. Að þessu leyti er valið skýrt.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert