Erfitt að horfa framan í reitt fólk

Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundinum í kvöld í Sæmundarskóla í …
Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundinum í kvöld í Sæmundarskóla í Grafarholti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hrunið er staðreynd sem við verðum að sætta okk­ur við. Það varð hérna hrun og þetta hrun hef­ur haft þau áhrif að fyr­ir utan að setja gríðarlegt álag á allt innra kerfi borg­ar­inn­ar og starfs­fólk þá hef­ur dregið út tekj­um borg­ar­inn­ar,“ sagði Jón Gn­arr í síðari ræðu sinni á íbúa­fundi í Sæ­mund­ar­skóla í Grafar­holti í kvöld þar sem áform um upp­bygg­ingu þjón­ustu í Úlfarsár­dal voru kynnt. Vel á annað hundrað íbú­ar mættu til fund­ar­ins.

Sjö millj­örðum minna úr að spila

„Við höf­um í dag úr um það bil sjö millj­örðum minna að spila en við höfðum árið 2008. Það hef­ur gert að verk­um að við höf­um þarft að fara í allskyns aðgerðir og bæði starfs­fólk og stjórn­mála­menn í borg­inni lagt á sig gríðarlega mikla vinnu við að reyna að leysa úr þess­um vanda sem far­sæl­ast. Mér finnst oft, og hef­ur stund­um dreymt það, að þetta sé eins og risa risa stórt púslu­spil og alltaf að koma betri og betri mynd á það,“ sagði Jón.

„Höf­um staðið í mörg­um erfiðum mál­um“

„Ég skil ákaf­lega vel og ég er bú­inn að sitja marga fundi og marg­ir reiðir og það er ekk­ert til­hlökk­un­ar­efni að mæta á fundi þar sem maður er að fara að horfa fram­an í fullt af fólki sem er ofsa­lega reitt af því að maður tek­ur ábyrgð á því sem hef­ur verið og mörg þung orð sem hafa fallið. Ég skil það gríðarlega vel og þessi van­mátt­ur sem maður upp­lif­ir af því að maður hef­ur drauma og vænt­ing­ar sem maður sér ekki ræt­ast. Við höf­um staðið í mörg­um erfiðum mál­um. Sam­ein­ing­ar grunn- og leik­skóla sem var gríðarlega erfitt,“ sagði borg­ar­stjóri í ræðu sinni.

Jón minnt­ist á brun­ar­eiti víða sem hafi staðið eft­ir hrun og að mik­illi vinnu hafi verið eytt í þá. Hann nefndi Orku­veitu Reykja­vík­ur og verk­efni tengd henni og verk­efni tengd tón­list­ar- og ráðstefnu­hús­inu Hörpu.

Tek­ist á við at­vinnu­leysi og útigangs­fólk

„Síðan höf­um við verið að tak­ast á við at­vinnu­leysi, útigangs­fólk og komið að bygg­ingu nýs land­spít­ala svo það er að gríðarlega mörgu að hyggja. Mér finnst all­ir hafa unnið að heil­ind­um og metnaði. Stjórn­mála­menn í borg­inni úr öll­um flokk­um, meiri­hluta og minni­hluta, eru að leiða okk­ur sem far­sæl­ast í gegn­um þessa erfiðu tíma. Við stönd­um vissu­lega á erfiðum tím­um og efna­hags­ástandið á Íslandi og í öll­um heim­in­um ein­kenn­ist af mik­illi óvissu,“ sagði Jón.

Jón gerði umræðu um miðborg Reykja­vík­ur að um­tals­efni, en fólk gagn­rýndi nokkuð á fund­in­um að mikl­um fjár­mun­um yrði varið þar á meðan lítið yrði gert á næst­unni í Úlfarsár­dal. Í því sam­hengi voru fram­kvæmd­ir við Sund­höll Reykja­vík­ur nefnd­ar: „Varðandi miðbæ­inn - maður heyri þetta oft að það sé óþarf­lega mik­il áhersla lögð þar. Ég er því ekki sam­mála mér finnst at­hygl­in dreifast nokkuð jafnt yfir borg­ina en það eru ákveðin tæki­færi sem við höf­um í auk­inni ferðaþjón­ustu. Það er áhætta í því líka og við þurf­um að vanda mjög vel til verka þar. Nú er það þannig að ferðamennska til Íslands og Reykja­vík­ur hef­ur auk­ist gríðarlega mikið.“

„Njót­um öll góðs af því“

„Við fáum stærsta hluta gjald­eyristekna okk­ar af ferðamönn­um. Njót­um öll góðs af því. Þetta snýst um for­gangs­röðum fjár­muna - það er að segja að við reyn­um að ráðstafa fjár­mun­um eins og maður tel­ur skyn­sam­ast,“ sagði Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert