Flugmiðar hækka

Fólk þarf m.a. að sækja sérfræðilæknisþjónustu til höfuðborgarinnar
Fólk þarf m.a. að sækja sérfræðilæknisþjónustu til höfuðborgarinnar mbl.is/Kristján

Farþega­gjald frá Reykja­vík­ur­flug­velli hækk­ar úr 850 krón­um í 1.200 krón­ur hinn 1. apríl næst­kom­andi. Eins hækka lend­ing­ar­gjöld í Reykja­vík um þriðjung. Þess­ar hækk­an­ir valda far­gjalda­hækk­un hjá Flug­fé­lagi Íslands (FÍ) hinn 1. apríl.

„Við höf­um orðið fyr­ir gíf­ur­lega mikl­um gjalda­hækk­un­um hins op­in­bera, sér­stak­lega und­an­far­in þrjú ár,“ sagði Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri FÍ. „Við höf­um þurft að mæta þess­um gjalda­hækk­un­um með verðhækk­un­um. Í stað þess að hækka ein­göngu far­gjöld höf­um við einnig þurft að end­ur­skoða þau af­slátt­ar­kjör sem við höf­um veitt viðskipta­vin­um okk­ar í gegn­um Flug­kortið.“

Bæj­ar­ráð Fljóts­dals­héraðs hef­ur mót­mælt harðlega breytt­um kjör­um sem sveit­ar­fé­lagið nýt­ur við farmiðakaup hjá FÍ. Ný­lega barst sveit­ar­fé­lag­inu bréf frá flug­fé­lag­inu um lækk­un af­slátt­ar. Við bæt­ist svo hækk­un far­gjalda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert