Flugmiðar hækka

Fólk þarf m.a. að sækja sérfræðilæknisþjónustu til höfuðborgarinnar
Fólk þarf m.a. að sækja sérfræðilæknisþjónustu til höfuðborgarinnar mbl.is/Kristján

Farþegagjald frá Reykjavíkurflugvelli hækkar úr 850 krónum í 1.200 krónur hinn 1. apríl næstkomandi. Eins hækka lendingargjöld í Reykjavík um þriðjung. Þessar hækkanir valda fargjaldahækkun hjá Flugfélagi Íslands (FÍ) hinn 1. apríl.

„Við höfum orðið fyrir gífurlega miklum gjaldahækkunum hins opinbera, sérstaklega undanfarin þrjú ár,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ. „Við höfum þurft að mæta þessum gjaldahækkunum með verðhækkunum. Í stað þess að hækka eingöngu fargjöld höfum við einnig þurft að endurskoða þau afsláttarkjör sem við höfum veitt viðskiptavinum okkar í gegnum Flugkortið.“

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur mótmælt harðlega breyttum kjörum sem sveitarfélagið nýtur við farmiðakaup hjá FÍ. Nýlega barst sveitarfélaginu bréf frá flugfélaginu um lækkun afsláttar. Við bætist svo hækkun fargjalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert