Sigríður hættir hjá Sjálfstæðisflokknum

Sigríður Þorsteinsdóttir, fyrrverandi yfirmaður samskiptasviðs Sjálfstæðisflokksins.
Sigríður Þorsteinsdóttir, fyrrverandi yfirmaður samskiptasviðs Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

„Ég hef átt mjög góðan tíma í störfum mínum þar en nú banka önnur tækifæri á dyr sem ég hyggst skoða nánar. Ég þakka samstarfsfólki góða samvinnu. Það eru góðir frambjóðendur á fjölbreyttum listum flokksins um allt land og ég óska flokknum góðs kosningasigurs í vor.“

Þetta segir Sigríður Þorsteinsdóttir í yfirlýsingu en hún sagði upp störfum sem yfirmaður samskiptasviðs Sjálfstæðisflokksins í gær. Hún var ráðin til starfa hjá flokknum í desember árið 2009 en áður starfaði hún sem upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Hún segir í yfirlýsingunni að uppsögnin hafi verið í góðri sátt við framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og forystu hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert