Hegðunarvandamál aukast í skólum

Börn með hegðunarfrávik og geðraskanir reynast skólum oft erfið. Á …
Börn með hegðunarfrávik og geðraskanir reynast skólum oft erfið. Á sama hátt má spyrja hvort almennur grunnskóli sé besta lausnin fyrir þennan hóp barna. Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Við erum með ein­stak­linga með alls kon­ar rask­an­ir, geðsjúk­dóma, mikla erfiðleika og ýms­ar haml­an­ir sem geta valdið mikl­um vand­ræðum í sam­skipt­um. Á meðan verið er að sinna þeim, þá gef­ur auga leið að það er ekki verið að sinna öðrum nem­end­um,“ seg­ir Guðbjörg Ragn­ars­dótt­ir, vara­formaður Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara. „Sum þeirra barna sem eiga í erfiðleik­um í al­menn­um grunn­skól­um ættu lík­lega frek­ar að vera í sér­skól­um.“

Greint var frá því í Frétta­blaðinu í dag að 11 ára gam­all dreng­ur hefði ekki fengið aðstoð í skóla fyrr en hann beitti skóla­fé­laga sinn al­var­legu of­beldi. Þar var rætt við móður drengs­ins sem seg­ir að „eitt­hvað al­var­legt“ þurfi að ger­ast til þess að brugðist sé við, en son­ur henn­ar er greind­ur með of­virkni, at­hygl­is­brest, mótþróaþrjóskurösk­un og kvíðarösk­un. 

„Ég þekki ekki til þessa ein­staka máls og get ekki tjáð mig um það,“ seg­ir Guðbjörg. „En ég get tjáð mig al­mennt um ástandið í grunn­skól­un­um. sam­fé­lags­breyt­ing­ar á und­an­förn­um árum hafa meðal ann­ars skilað sér á þann hátt að það eru meiri hegðun­ar­vand­kvæði í skól­un­um en áður var og þegar mik­ill tími fer í að bregðast við því, þá bitn­ar það á öðru. Sparnaður­inn í skóla­kerf­inu ger­ir það að verk­um að það er ekki hægt að skapa svig­rúm til þeirr­ar vinnu sem þarf í þess­um mál­um, eða fá þann mann­skap sem þarf.“

Guðbjörg seg­ir að gerðar hafi verið ýms­ar rann­sókn­ir á und­an­förn­um árum sem sýni fjölg­un hegðun­ar­vanda­mála á und­an­förn­um árum.

Bannað að segja bannað

„Þetta eru þjóðfé­lags­leg­ar breyt­ing­ar, sem hafa skilað sér í þessu. Það er ekki verið að segja að börn séu óþekk í dag, en hafi ekki verið það í gamla daga. En það eru aðrar kröf­ur um kurt­eisi og hvað þykir við hæfi. En þetta er alls ekki svart og hvítt og svo má ekki gleyma því að í dag er talað um vanda­mál sem var þagað yfir áður fyrr.“

Guðbjörg seg­ir grunn­skól­ana beita ýms­um ráðum til þess að fást við þessa þróun. „Sum­ir eru t.d. með aga­mót­un­ar­kerfi þar sem ekki má segja „Nei“, „hættu“ eða „bannað“ þannig að það er svo margt sem er inni í þess­ari mynd.“

Of­beld­is­mál í skól­um eru sjald­an kærð

Eng­ar töl­ur eru til um hversu marg­ir grunn­skóla­nem­end­ur verði fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um af hendi annarra nem­enda. Að sögn Guðbjarg­ar rata slík mál sjald­an til lög­reglu, fólk veig­ar sér við því þar sem um börn sé að ræða og all­ur gang­ur sé á því hvernig skól­ar vinna með mál sem þessi. 

„Þau geta verið býsna al­var­leg. Við höf­um dæmi um að 2-3 full­orðnir þurfi að grípa inn í of­beld­is­full­ar aðstæður á milli nem­enda, en valdi þeim ekki. Slík­ar aðstæður eru auðvitað bæði óæski­leg­ar fyr­ir þann sem beit­ir of­beld­inu og þann sem verður fyr­ir því.“

Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara.
Guðbjörg Ragn­ars­dótt­ir, vara­formaður Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara. www.ki.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert