Sömdu við Hjallastefnu í trássi við lög

Tálknafjarðarskóli er eini leik- og grunnskóli landsins þar sem Hjallastefnan …
Tálknafjarðarskóli er eini leik- og grunnskóli landsins þar sem Hjallastefnan er við lýði á öllum námsstigum.

„Við vorum ekki alveg viss í okkar sök, hvort þetta væri löglegt, því fengum við þetta álit frá innanríkisráðuneytinu. Við erum sátt við niðurstöðuna og vinnum samkvæmt henni, en álitið eyðir öllum vafaatriðum.“

Þetta segir Indriði Indriðason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, um álit innanríkisráðuneytisins um að samningur hreppsins við Hjallastefnuna frá sl. hausti sé ekki í samræmi við lög.

Niðurstaða ráðuneytisins er sú að Tálknafjörður megi gera samning við einkaaðila um rekstur eina grunnskólans í sveitarfélaginu. Á hinn bóginn hafi sveitarfélaginu verið óheimilt að semja við Hjallastefnuna enda hafi hún ekki fengið tilskilda viðurkenningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið hafi m.a. bent hreppnum á þetta í september 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert