Vill fund um „snjóhengjuna“

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir hefur óskað eftir því við formann efnahags- og viðskiptanefndar að seðlabankastjóri komi á fund nefndarinnar til að ræða nauðsyn þess að afskrifa snjóhengjuna svokölluðu. Það sé í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið um erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins.

„Þjóðarbúið getur ekki að óbreyttu aflað útflutningstekna til að leyfa útstreymi snjóhengjunnar. Snjóhengjuna verður að skrifa alla niður en hún samanstendur af aflandskrónum, krónukröfum erlendra aðila í þrotabú gömlu bankanna, eignarhlutum kröfuhafa í nýju bönkunum og erlenda skuldabréfi Landsbankans til gamla Landsbankans. Um 75% niðurskrift til að undanskilja erlenda skuldabréf Landsbankans mun ekki duga til,“ segir í Lilja í bréfi til Helga Hjörvars.

Lilja tjáði sig einnig um málið á samskiptavefnum Facebook í dag. Þar sagði hún að með endurreisn Landsbankans sé búið að senda skattgreiðendum um 180 milljarða reikning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert