Hlutabréfin gáfu vel af sér

mbl.is/Ómar

„Fyrir lífeyrissjóð er langtímaárangur það sem mestu varðar,“ segir Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Nýr samanburður á raunávöxtun innlendrar hlutabréfaeignar lífeyrissjóðsins leiðir í ljós að raunávöxtun af hlutafjáreign sjóðsins allt frá árinu 1980 til dagsins í dag var að meðaltali 8,7% á ári.

Helgi greindi frá þessu í ræðu sinni á ársfundi sjóðsins sem haldinn var í vikunni. Hann segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að því verði ekki á móti mælt að þetta sé gríðarlega góður árangur.

Hlutabréf eru í dag um 12% af eignum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og skiluðu góðri ávöxtun á seinasta ári. Nafnávöxtun skráðra hlutabréfa lífeyrissjóðsins var í fyrra 24,4% sem samsvarar 19% raunávöxtun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert