Ítala á Almenninga verði 130 lambær

Ítöl­u­nefnd vegna af­rétt­ar­ins Al­menn­inga í Rangárþingi eystra hef­ur skilað niður­stöðu sinni til sýslu­manns Ran­gæ­inga sem skipaði nefnd­ina í sept­em­ber síðastliðinn. Í nefnd­inni voru full­trúi sýslu­manns, full­trúi Land­græðslu rík­is­ins og full­trúi Bænda­sam­taka Íslands.

Nefnd­in klofnaði í af­stöðu sinni og meiri­hluti henn­ar legg­ur til að fyrstu fjög­ur árin megi beita á af­rétt­in­um 50 full­orðnum ám með lömb­um. Síðan 90 ær með löm­um næstu fjög­ur árin og loks 130 ær með lömb­um. Áhersla er lögð á að fara alltaf með sömu ærn­ar á af­rétt­inn þannig að þær verði hagvan­ar. Af­rétt­ur­inn var ekki nýtt­ur árin 1990 til 2011. Upp­græðsla á svæðinu hófst árið 1973 og stóð þá til 1980 en hófst að nýju árið 1994 og stend­ur enn.

Full­trúi Land­græðslunn­ar skilaði séráliti og tel­ur af­rétt­inn óbeit­ar­hæf­an. Að beiðni Land­græðslu rík­is­ins vann Land­búnaðar­há­skóli Íslands mat á beit­arþoli og ástandi gróðurs- og jarðvegs á af­rétt­in­um. Niðurstaða þess mats var að af­rétt­ur­inn væri óbeit­ar­hæf­ur og aðeins lít­ill hluti hans væri al­gró­inn. Af­rétt­ur­inn í heild tel­ur tæpa 4.600 hekt­ara.

Almenningar er afréttur austan Markarfljóts. Þórsmörk, Fljótshlíðarafréttur og Emstrur eru …
Al­menn­ing­ar er af­rétt­ur aust­an Markarfljóts. Þórs­mörk, Fljóts­hlíðara­f­rétt­ur og Emstr­ur eru í næsta ná­grenni. Úr skýrslu ítöl­u­nefnd­ar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert