Ingvar P. Guðbjörnsson -
Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um frestun þingfunda á morgun 22. mars eða síðar. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sambærilega tillögu í morgun.
Í þingsályktunartillögu forsætisráðherra segir: „Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 22. mars 2013 eða síðar, ef nauðsyn krefur.“
Formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað í dag bæði formlega og óformlega með forseta þingsins um þinglok en engin niðurstaða hefur fengist ennþá.