Norðurljósasetur opnað í sumar

Í húsinu sem áður hýsti verslun Ellingsens verður opnað norðurljósasetur …
Í húsinu sem áður hýsti verslun Ellingsens verður opnað norðurljósasetur í byrjun sumars. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, öll ljós alveg skínandi græn. Við stefnum að því að opna um miðjan maí,“ segir Hörður Finnbogason, ferðamálafræðingur og einn stofnenda Norðurljósasetursins „Aurora Reykjavík“.

„Það er allt að smella hjá okkur, við erum byrjaðir að smíða og búnir að landa samningi við mjög stóran ferðaþjónustuaðila. Við vitum auðvitað að það er engin upplifun sambærileg við það að sjá norðurljós með berum augum, en veðuraðstæður eru oft þannig á Íslandi að það er hreinlega ekki hægt að sjá þau, auk þess sem þau sjást náttúrlega aldrei á sumrin. Hjá okkur fær fólk líka mjög góðar upplýsingar um hvað norðurljós eru, hvers vegna þau myndast og slíkt,“ segir Hörður, í umfjöllun um norðurljósasetrið í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Harðar verður húsnæðinu skipt í nokkra hluta. Í aðalsalnum mun ganga myndband af dansandi norðurljósum allan daginn, en salurinn verður lítillega kældur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert