Hinn 4. maí næstkomandi tekur gildi nýtt þrepaskipt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa.
Kerfinu er m.a. ætlað að skapa aukið jafnræði meðal lyfjanotenda en hingað til hefur greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands verið afar misjöfn milli sjúkdóma.
Kerfinu er einnig ætlað að setja þak á hámarksupphæð sem einstaklingur greiðir fyrir lyf á ári en í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Steinþórsson, rekstrar- og gæðastjóri Lyfjavers, menn uggandi vegna fyrsta þreps kerfisins, þar sem allur kostnaður undir 24 þúsund krónum, eða 16 þúsund krónum ef um er að ræða ungmenni eða lífeyrisþega, falli á einstaklinginn.