Samningar um Helguvík í nánd

Frá Helguvík.
Frá Helguvík.

Viðræður fjármálaráðuneytisins og Reykjanesbæjar um uppbyggingu í Helguvík eru langt komnar. Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra segir að reynt sé að vinna málið hratt.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi, útilokar ekki að frumvarp um málið verði lagt fyrir á þessu þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hins vegar að málið hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn nýlega.

Að sögn fjármálaráðherra snúast viðræðurnar um að búa til pakka til þess að ýta við því að verkefni fari af stað í Helguvík. Horft sé til sambærilegra leiða og farnar eru í frumvarpi um uppbyggingu innviða og ívilnanir á Bakka í Norðurþingi. Það felur í sér stuðning við hafnarframkvæmdir og samgöngur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert