Meirihlutinn andvígur aðild að ESB

AFP

Meirihluti félagsmanna í Samtökum iðnaðarins er andvígur aðild að Evrópusambandinu samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin. Þannig sögðust 52,8% á móti aðild í könnuninni, þriðjungur hlynntur og 15% tóku ekki afstöðu.

Einnig var spurt um viðhorf til aðildarviðræðna við ESB og sögðust 54,3% félagsmanna SI vilja ljúka þeim en 34,8% vildu hætta viðræðunum.

Þá var spurt hvort viðkomandi teldi að aðild að ESB yrði hagstæð fyrir fyrir rekstur hans. 30% sögðust telja að aðild að sambandinu yrðu hagstæð, 33% að hún yrði hvorki hagstæð né óhagstæð og 29,7% að aðild yrði frekar eða mjög óhagstæð.

Heimasíða Samtaka iðnaðarins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert