Stelpur ræddu stjórnmál

Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hóp­ur ungra kvenna sem starfað hafa inn­an stjórn­mála­flokka og í stjórn­mál­um bauð í dag til ráðstefnu þar sem til­gang­ur­inn var að hvetja fleiri ung­ar kon­ur til þátt­töku í stjórn­mál­um. Full­trú­ar flestra flokka og fram­boða mættu og var því um þver­póli­tíska stelpuráðstefnu að ræða.

Kon­urn­ar sem að fund­in­um komu eru sam­mála um að það vanti upp á þátt­töku ungra kvenna í stjórn­mál­um. Ákváðu þær því að taka sig sam­an um að virkja fleiri til að taka slag­inn enda skipti ekki máli inn­an hvaða flokks ung­ar kon­ur starfi held­ur fyrst og fremst að þær láti til sín taka. 

Ráðstefn­an fór fram í Tjarn­ar­sal Ráðhúss Reykja­vík­ur. Boðið var til tveggja pall­borðsum­ræðna, hinna fyrri und­ir titl­in­um „Að hafa áhrif á sam­fé­lagið“ þar sem í pall­borði sátu Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir fram­bjóðandi, Anna Pála Sverr­is­dótt­ir formaður Sam­tak­anna '78, Al­dís Haf­steins­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Hvera­gerði, Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir fram­bjóðandi og Auður Lilja Erl­ings­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri VG.

Seinna pall­borðið bar yf­ir­skrift­ina „Í for­ystu í sam­fé­lag­inu“ og sátu þar í panel Katrín Júlí­us­dótt­ir vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir alþing­is­kona, Eygló Harðardótt­ir rit­ari Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sól­ey Tóm­as­dótt­ir borg­ar­full­trúi. Einnig Þór­hild­ur Þor­leifs­dótt­ir frá Lýðræðis­vakt­inni, Ásta Helga­dótt­ir frá Pír­öt­um og Pálmey Gísla­dótt­ir frá Flokki heim­il­anna.

Að lokn­um pall­borðsum­ræðum voru umræður með „speed date“ sniði.

Ásta Hlín Magnús­dótt­ir, talsmaður hóps­ins sem stóð að fund­in­um, seg­ir að fund­ar­gest­ir hafi verið á öll­um aldri og af báðum kynj­um, en meiri­hlut­inn hafi verið ung­ar kon­ur á milli tví­tugs og þrítugs. Fund­ur­inn hafi verið skemmti­leg­ur og margt verið rætt.

Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fund­in­um um stelp­ur og stjórn­mál. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fund­in­um um stelp­ur og stjórn­mál. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fund­in­um um stelp­ur og stjórn­mál. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert