Stelpur ræddu stjórnmál

Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hópur ungra kvenna sem starfað hafa innan stjórnmálaflokka og í stjórnmálum bauð í dag til ráðstefnu þar sem tilgangurinn var að hvetja fleiri ungar konur til þátttöku í stjórnmálum. Fulltrúar flestra flokka og framboða mættu og var því um þverpólitíska stelpuráðstefnu að ræða.

Konurnar sem að fundinum komu eru sammála um að það vanti upp á þátttöku ungra kvenna í stjórnmálum. Ákváðu þær því að taka sig saman um að virkja fleiri til að taka slaginn enda skipti ekki máli innan hvaða flokks ungar konur starfi heldur fyrst og fremst að þær láti til sín taka. 

Ráðstefnan fór fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Boðið var til tveggja pallborðsumræðna, hinna fyrri undir titlinum „Að hafa áhrif á samfélagið“ þar sem í pallborði sátu Brynhildur Björnsdóttir frambjóðandi, Anna Pála Sverrisdóttir formaður Samtakanna '78, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir frambjóðandi og Auður Lilja Erlingsdóttir framkvæmdastjóri VG.

Seinna pallborðið bar yfirskriftina „Í forystu í samfélaginu“ og sátu þar í panel Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona, Eygló Harðardóttir ritari Framsóknarflokksins og Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi. Einnig Þórhildur Þorleifsdóttir frá Lýðræðisvaktinni, Ásta Helgadóttir frá Pírötum og Pálmey Gísladóttir frá Flokki heimilanna.

Að loknum pallborðsumræðum voru umræður með „speed date“ sniði.

Ásta Hlín Magnúsdóttir, talsmaður hópsins sem stóð að fundinum, segir að fundargestir hafi verið á öllum aldri og af báðum kynjum, en meirihlutinn hafi verið ungar konur á milli tvítugs og þrítugs. Fundurinn hafi verið skemmtilegur og margt verið rætt.

Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál. mbl.is/Ómar Óskarsson
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál. mbl.is/Ómar Óskarsson
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál.
Frá fundinum um stelpur og stjórnmál. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert