Straumar valda Herjólfi erfiðleikum

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn. mbl.is/Rax

Mikl­ir straum­ar eru fyr­ir fram­an Land­eyja­höfn, sem hafa valdið þeim sem stýra Herjólfi erfiðleik­um. Skipið hef­ur oft­ar en einu sinni snú­ist í hafn­ar­mynn­inu. Ekki eru all­ir sann­færðir um að minna og aflm­inna skip en Herjólf­ur, eins og rætt er um að smíða, ráði við þessa strauma.

Búið er að fjalla mikið um sand­flutn­inga í Land­eyja­höfn og hvernig hægt sé að minnka þá. Vanda­mál við rekst­ur Land­eyja­hafn­ar tengj­ast ekki bara sand­b­urði inn í höfn­ina. Sterk­ir straum­ar eru við hafn­argarðana og þeir hafa valdið þeim sem stýra Herjólfi mikl­um erfiðleik­um og áhyggj­um. Auk straumanna verður að hafa í huga að skipið er stórt og tek­ur á sig mik­inn vind.

Fram­an við hafn­argarða Land­eyja­hafn­ar er áll eða renna og fram­an við hann er sandrif. Hafn­argarðarn­ir ná út í miðjan ál­inn og þrengja að straumn­um sem um hann renn­ur. Einn viðmæl­andi mbl.is sagði að garðarn­ir gerðu það að verk­um að straum­ur­inn við hafn­ar­kjaft­inn væri meiri en ef garðarn­ir væru ekki til staðar. Hann líkti þessu við það sem ger­ist þegar klipið er fyr­ir garðslöngu. Sama magn af vatni reyndi að þrýsta sér í gegn og kraft­ur­inn á vatn­inu yrði meiri.

Skoða að lengja hafn­argarðana

Sett­ar hafa verið fram hug­mynd­ir um að lengja hafn­argarðana út fyr­ir ál­inn og út á sandrifið. Sig­urður Áss Grét­ars­son, verk­fræðing­ur hjá Sigl­inga­stofn­un, seg­ir að gera þurfi miklu meiri rann­sókn­ir á þessu áður en hægt sé að svara því hvort þetta sé ger­legt. Hann seg­ir að aldrei áður hafi verið reynt að byggja hafn­argarða á sandrifi og viss hætta sé á að sjór­inn grafi und­an görðunum og þeir hrynji.

Hætt­an á því að ferj­an bær­ist upp í hafn­argarðana var þekkt þegar höfn­in var hönnuð og því voru nokkr­ir stór­ir tréstaur­ar rekn­ir niður við enda hafn­argarðanna sem áttu að taka við skip­inu ef það færi að snú­ast og koma í veg fyr­ir að það færi utan í garðana. Staur­arn­ir voru upp­haf­lega 10, en aðeins tveir eru eft­ir. Hinir hafa fallið í sjó­inn vegna brims, en einnig er talið að sand­dælu­skip hafi rek­ist í þá eða grafið und­an þeim.

Sigl­inga­stofn­un lét í vet­ur setja upp nýj­an straum­mæli við Land­eyja­höfn, en hon­um er ætlað að gefa þeim sem stýra skip­inu betri upp­lýs­ing­ar um strauma úti fyr­ir höfn­inni. Með mæl­ing­un­um geta þeir bet­ur áttað sig á aðstæðum við höfn­ina því að mæl­ir­inn skil­ar raun­tíma­upp­lýs­ing­um. Stofn­un­in von­ast eft­ir að þetta auki ör­yggi við sigl­ing­ar inn í höfn­ina og hægt verði að byggja á betri upp­lýs­ing­um þegar ákveðið er að sigla inn eða ekki í höfn­ina.

Er nýtt aflm­inna skip lausn­in?

Þegar fjallað hef­ur verið um rekst­ur Land­eyja­hafn­ar hef­ur ít­rekað verið sagt að höfn­in hafi ekki verið hönnuð fyr­ir nú­ver­andi Herjólf. Alltaf hafi verið reiknað með að byggja þyrfti nýtt skip sem risti grynnra. Herjólf­ur rist­ir 4,5 metra en talað hef­ur verið um að nýtt skip risti 2,8 metra.

Nú­ver­andi Herjólf­ur er mjög öfl­ugt sjó­skip. Hann er bú­inn tveim­ur vél­um sem skila 2.700 kW orku. Þess­ar öfl­ugu vél­ar hafa skipt miklu máli þegar skipið hef­ur verið að tak­ast á við sterka strauma í hafn­ar­mynn­inu. Spurn­ing­in er hvernig minna skipi með minna vélarafl geng­ur að fást við þessa strauma?

Vinnu­hóp­ur sem vann þarfagrein­ingu fyr­ir nýj­an Herjólf legg­ur í til­lög­um sín­um höfuðáherslu á að Land­eyja­höfn verði heils­árs­höfn. Hóp­ur­inn legg­ur til að smíðað verði minna skip og það verði með minna vélarafl en nú­ver­andi Herjólf­ur.

Sú spurn­ing vakn­ar hvað ger­ist ef ekki tekst að reka Land­eyja­höfn sem heils­árs­höfn. Get­ur minni og aflm­inni Herjólf­ur þá siglt til Þor­láks­hafn­ar yfir há­vet­ur­inn?

Þessi mynd var tekin í fyrra sumar. Staurunum sem eru …
Þessi mynd var tek­in í fyrra sum­ar. Staur­un­um sem eru við hafn­argarðinn hef­ur fækkað síðan. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Aðeins tveir staurar eru eftir við hafnargarðana en þeir voru …
Aðeins tveir staur­ar eru eft­ir við hafn­argarðana en þeir voru upp­haf­lega 10. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert