í dag eru 40 ár liðin frá þvíað Kjarvalsstaðir voru formlega opnaðir en byggingin var teiknuð af Hannesi Kristni Davíðssyni og var sú fyrsta sem hönnuð var til að hýsa myndlist og listaverk hér á landi en Hannes var m.a. undir japönskum áhrifum við teikningu hússins.
Arkitektinn Guja Dögg Hauksdóttir þekkir vel Kjarvalsstaði og hún fræddi mbl.is um sögu byggingarinnar og hugsunina á bak við hönnun hennar sem er um margt merkileg.
Í dag verður svo boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Kjarvalsstöðum í tilefni afmælisins.