„Ekkert hjarta“ í Sævari Ciesielski

Sævar Ciesielski reyndi tvívegis að fá Guðmundar- og Geirfinnsmál endurupptekin …
Sævar Ciesielski reyndi tvívegis að fá Guðmundar- og Geirfinnsmál endurupptekin fyrir Hæstarétti. mbl.is/Ásdís

Sæv­ar Ciesi­elski sætti gæslu­v­arðhaldi vegna rann­sókn­ar á Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu í 1.533 daga, þar af 615 daga í ein­angr­un í Síðumúlafang­elsi.

Hann virðist hafa verið yf­ir­heyrður a.m.k. 180 sinn­um í sam­tals 340 klukku­stund­ir, rúma 14 sól­ar­hringa, í gæslu­v­arðhaldi vegna Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins á tveggja ára tíma­bili frá des­em­ber 1975 til 1977. Gera má ráð fyr­ir að heild­ar­tím­inn sé mun lengri því tíma­lengd sumra viðtala sé ekki skráð.

Í dag­bók Síðumúlafang­els­is­ins koma fram færsl­ur sem lýsa mjög nei­kvæðum viðhorf­um í hans garð. Þá eru í skýrslu starfs­hóps inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins birt nokk­ur dæmi þar sem unnt var að staðfesta frá­sagn­ir Sæv­ars sjálfs af illri meðferð.

Játn­ing en eng­in at­vika­lýs­ing

Sæv­ar hafði þegar setið í gæslu­v­arðhaldi í 9 daga og verið yf­ir­heyrður í sam­tals 20 klukku­stund­ir vegna póstsvika­máls­ins, áður en form­leg­ar yf­ir­heyrsl­ur vegna Guðmund­ar­máls­ins hóf­ust í Síðumúlafang­elsi hinn 21. des­em­ber 1975. Hann var þá aðeins tví­tug­ur að aldri.

Dag­inn eft­ir var hann svo yf­ir­heyrður þris­var sinn­um í sam­tals 7 klukku­stund­ir og tek­in af hon­um skýrsla, þar sem fyrsta játn­ing hans í því máli kem­ur fram.

Í skýrslu starfs­hóps um málið seg­ir að at­hygli veki hve stutt skýrsla lög­reglu er frá þess­um degi, aðeins ein A4 blaðsíða, og án lýs­inga á játn­ing­unni. Þar seg­ir ein­fald­lega í lok­in „Sæv­ar lýsti at­b­urðarás­inni þannig að „átök höfðu átt sér stað í íbúðinni við Ham­ars­braut, sem lauk með því að Guðmund­ur beið bana.““

Nán­ari lýs­ing á því sem gerðist kem­ur ekki fram í skýrlu lög­reglu frá yf­ir­heyrsl­unni. Þá vek­ur at­hygli að und­ir­skrift Sæv­ars er ekki á skýrsl­unni og ekki lög­manns hans, held­ur aðeins rann­sak­end­anna.

Óút­skýrð öku­ferð

Eft­ir að þessi fyrsta játn­ing Sæv­ars kom fram 21. des­em­ber leið hálf­ur mánuður þar til önn­ur skýrslu­tak­an fór fram 4. janú­ar 1976, og tók hún 5 klukku­stund­ir. Í millitíðinni, eða 27. des­em­ber, var farið með Sæv­ar í „öku­ferð“ í tæp­ar þrjár klukku­stund­ir, en ekki ligg­ur fyr­ir hver til­gang­ur þeirr­ar ferðar var. Hinn 12. janú­ar var einnig farið með hann í tveggja klukku­stunda „út­sýn­is­ferð“.

Hinn 22. janú­ar játaði Sæv­ar einnig aðild að Geirfinns­mál­inu en þá hafði hann verið yf­ir­heyrður 8 sinn­um í sam­tals tæp­ar 24 klukku­stund­ir á 10 dög­um. Á næstu mánuðum var Sæv­ar ít­rekað yf­ir­heyrður, tekn­ar af hon­um skýrsl­ur og nokkr­um sinn­um farið með hann út úr fang­els­inu. Efni sumra þess­ara yf­ir­heyrslna ligg­ur ekki fyr­ir og ekki er til­gang­ur allra ferðanna út úr fang­els­inu ljós. Ljóst er þó að nokkr­ar ferðanna voru farn­ar til að leita að líki Guðmund­ar Ein­ars­son­ar, en all­ar án ár­ang­urs. 

Framb­urður Sæv­ars var all­an tím­ann mjög óstöðugur, því hann ým­ist játaði eða neitaði aðild að mál­un­um tveim­ur. Ekki reynd­ist unnt að staðfesta trú­verðug­leika framb­urðar hans, ekki var um staðfest­an brota­vett­vang að ræða og ekki tókst að finna lík mann­anna tveggja þrátt fyr­ir marg­ar og lang­ar yf­ir­heyrsl­ur og vett­vangs­ferðir.

„Skoff­ínið“ og „dýrið“ Sæv­ar Ciesi­elski

Í skýrsl­unni sem gef­in var út í dag er vitnað í nokkr­ar færsl­ur úr dag­bók Síðumúlafang­els­is­ins sem lýsa mjög nei­kvæðum viðhorf­um rann­sak­enda, fanga­varða og lög­manns Sæv­ars til hans. Fanga­verðir kalla hann t.d. ýms­um nöfn­um, s.s.  „hel­vítið“, „dýrið“ og „skoff­ínið“.

Hinn 12. júlí 1976 bókaði Jón B. Sveins­son fanga­vörður eft­ir­far­andi í dag­bók­ina:

„Sæv­ari var boðið lyf að venju en neitaði í tvígang að taka það „Í votta viðurvist tjáði hann okk­ur, að um væri að kenna hjartveiki sinni. En áður hef­ur komið fram, að mati lækn­is, að ekk­ert sé að hjart­anu í hon­um. Sæv­ar fær eng­in lyf þar til annað verður ákveðið af lækni. Hins­veg­ar er það mitt mat, og jafn­vel ann­ara, að ekk­ert hjarta sé í Sæv­ari Marinó Ciesi­elski.“

Í maí 2012 tók starfs­hóp­ur inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins viðtal við fyrr­ver­andi fanga­verði og sagði einn þeirra frá því að á sín­um tíma hafi það verið rætt meðal fanga­varða að brjóta Sæv­ar niður til að fá fram játn­ingu með því að not­færa sér veik­leika hans, en vitað var að hann var vatns­hrædd­ur. Sagðist fanga­vörður­inn hafa orðið vitni að einu at­viki þar sem höfði Sæv­ars var dýft í vatn til að hræða hann.

„Nötraði og skalf ég við ótta og hræðslu“

Sjálf­ur lýs­ir Sæv­ar þessu í skrif­um sín­um 3. mars 1977, rúm­um sjö mánuðum eft­ir að þetta gerðist. Í skýrslu starfs­hóps­ins seg­ir að frá­sögn hans sé trú­verðug, en fanga­verðirn­ir sem veitt­ust að hon­um þenn­an dag voru þrír sam­an. Sæv­ari seg­ist svo frá:

Í skrif­um sín­um fjall­ar Sæv­ar um líðan sína og nefn­ir fleiri atriði sem gefa til kynna að hann hafi verið beitt­ur illri meðferð í fang­els­inu en í skýrsl­unni er aðeins fjallað um þau atriði sem unnt var að staðfesta, s.s. þegar Sæv­ar var svipt­ur svefni með því að láta ljósið loga í klefa hans all­an sól­ar­hring­inn í tvo mánuði./​p>

<strong>Sæv­ar aldrei of­beld­is­full­ur</​strong>

Ann­ar fyrr­ver­andi fanga­vörður í Síðumúlafang­elsi sagðist, í viðtali við starfs­hóp­inn í maí 2012, muna vel eft­ir sak­born­ing­un­um í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu. Hann sagði að þeim öll­um hefði liðið illa í gæslu­v­arðhald­inu og að Sæv­ar hefði átt „mjög bágt“.

Fanga­vörður­inn fyrr­ver­andi sagðist aldrei hafa séð of­beld­is­fulla hegðun hjá Sæv­ari, sem hefði verið mjög upp­tek­inn við að ræða saka­mál­in tvö. Enn einn fanga­vörður lýsti því yfir árið 1996, þegar Sæv­ar fór fram á end­urupp­töku máls­ins í Hæsta­rétti, að ein­angr­un sak­born­inga í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu hefði verið strang­ari en venja var til.

„Allt virt­ist þetta vera gert í því skyni að fá fram játn­ing­ar sak­born­inga sem allra fyrst, en í fang­els­inu ríkti sú fyr­ir­vara­lausa skoðun að sak­born­ing­arn­ir væru sek­ir,“ sagði fanga­vörður­inn fyrr­ver­andi. Hann minnt­ist þess einnig að a.m.k. einn fanga­vörður hefði skemmt sér við að hræða Sæv­ar og halda hon­um vak­andi með því að berja út­vegg klefa hans með grjóti.

<strong>Dæmi­gerð ein­kenni um ranga sak­fell­ingu</​strong>

Í niður­stöðu starfs­hóps­ins um Sæv­ar Ciesi­elski seg­ir að hafið sé yfir all­an skyn­sam­leg­an vafa að framb­urðir hans í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu, bæði hjá lög­reglu og fyr­ir dómi, voru óáreiðan­leg­ir.

Játn­ing­ar hans í báðum þess­um mál­um beri þess merki að hann hafi ekki ráðið við þrýst­ing rann­sak­enda og látið und­an hon­um. Sæv­ar virðist hafa játað aðild að mál­un­um með skammtía­mávinn­ing í huga, þ.e. til að losna und­an þrýst­ingi við yf­ir­heyrsl­urn­ar og til að draga úr van­líðan sinni, enda hafi aðstæður í gæslu­v­arðhald­inu verið hon­um erfiðar.

Mat starfs­hóps­ins er að niður­stöður Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins hvað Sæv­ar varðar beri þrjú meg­in­ein­kenni sem oft sjá­ist í mál­um þar sem um ranga sak­fell­ingu sé að ræða. Þ.e.:

<strong>Óeðli­leg­ar þving­an­ir:</​strong> Ljóst er að hann sætti illri meðferð, var haldið óhóf­lega lengi í ein­angr­un og yf­ir­heyrsl­ur yfir hon­um voru óeðli­lega marg­ar og lang­ar.

Frá sál­fræðilegu mati á áreiðan­leika framb­urðar Sæv­ars Marinós Ciesi­elski seg­ir í kafla 19.2.2. í

Sævar Ciesielski í réttarsal vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
Sæv­ar Ciesi­elski í rétt­ar­sal vegna Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins.
Síðumúlafangelsið þar sem Sævari Ciesielski var haldið í 1.533 daga, …
Síðumúlafang­elsið þar sem Sæv­ari Ciesi­elski var haldið í 1.533 daga, þar af 615 daga í ein­angr­un.
Blaðamannafundur innanríkisráðherra og starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í dag.
Blaðamanna­fund­ur inn­an­rík­is­ráðherra og starfs­hóps um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið í dag. mbl.is/​Rósa Braga
Morgunblaðið 3. febrúar 1977. Þrír menn játað að hafa ráðið …
Morg­un­blaðið 3. fe­brú­ar 1977. Þrír menn játað að hafa ráðið Geirfinni bana.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert