Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fimm ökumenn, sem allir óku undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða þrjá karlmenn og tvær konur.
Einn ökumannanna framvísaði lítilræði af kannabis og farþegi í bíl annars ökumanns var með kannabisefni í vasanum. Þriðji ökumaðurinn, sem staðinn var að fíkniefnaakstri, ók að auki sviptur ökuréttindum ævilangt. Sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kókaíns og amfetamíns.