Langvarandi, stórfelld og ólögmæt íhlutun

Kaupþing banki
Kaupþing banki

Sér­stak­ur sak­sókn­ari seg­ir í ákæru á hend­ur níu fyrr­ver­andi starfs­mönn­um Kaupþings, þar á meðal helstu stjórn­end­um, að brot þeirra hafi verið afar um­fangs­mik­il, þaul­skipu­lögð, stóðu yfir í lang­an tíma og vörðuðu gríðarlega háar upp­hæðir. Um er að ræða markaðsmis­notk­un sem stóð yfir frá 1. nóv­em­ber 2007 til og með 8. októ­ber 2008.

Markaðsmis­notk­un­in stóð yfir í 229 viðskipta­daga á ís­lenska markaðnum og 234 viðskipta­daga á þeim sænska, með því að setja fram til­boð og eiga viðskipti í Kaup­höll­inni og kaup­höll­inni í Svíþjóð. Með henni var haldið uppi óeðli­legu verði til þess að gefa eft­ir­spurn og verð bréf­anna rang­lega og mis­vís­andi til kynna.

Þar sem bank­inn keypti mikið magn eig­in hluta­bréfa söfnuðust þau upp og þurfti að losa bank­ann við þau til að hægt væri að halda áfram sömu iðju. Það var gert með sölu á hluta­bréf­um í stór­um utanþingsviðskipt­um sem voru einnig fjár­mögnuð af Kaupþingi. Nokk­ur slík viðskipti eru til­greind í ákær­unni.

Lánað til eigna­lít­illa fé­laga

Í fyrsta lagi var komið á viðskipt­um með hluti í Kaupþing sem létu rang­lega líta svo út að fé­lag skráð á Bresku Jóm­frúareyj­um, Holt In­vest­ment Group, hefði í fe­brú­ar og sept­em­ber 2008 lagt fé til kaupa á 25.700.000 hlut­um í bank­an­um og borið af þeim fulla markaðsáhættu. Raun­in var hins veg­ar sú að Kaupþing fjár­magnaði að fullu kaup­in og bar bank­inn sjálf­ur alla áhættu þar sem eng­ar eða mjög litl­ar trygg­ing­ar voru fyr­ir hendi.

Áður en til viðskipt­anna kom, sem námu rúm­um sex millj­örðum króna, átti Holt In­vest­ment Group aðeins eitt eign­ar­halds­fé­lag sem hafði lít­il um­svif og nei­kvætt fé í lok árs 2007.

Fjár­mun­irn­ir eru að mestu tald­ir glataðir.

Blekk­ing­ar og sýnd­ar­mennska

Þá var látið líta svo út að Fjár­fest­inga­fé­lagið Mata hefði 25. mars 2008 lagt fé til kaupa á 5.000.000 hlut­um í bank­an­um. Eins og áður fjár­magnaði bank­inn kaup­in og bar af þeim alla áhættu. Í ákær­unni seg­ir að kaup­in hafi byggst á blekk­ing­um og sýnd­ar­mennsku. Mata var með nei­kvætt eigið fé að fjár­hæð 37,5 millj­ón­ir króna í lok árs 2007.

Viðskipt­in við Mata voru gerð upp 27. mars 2008, eða tveim­ur dög­um síðar, en þá fékk fé­lagið pen­inga­markaðslán frá Kaupþingi til að greiða bank­an­um til baka. Lánið er í van­skil­um og er talið að fullu glatað, tæp­ir fjór­ir millj­arðar króna.

Ávallt fjár­magnaði bank­inn

Jafn­framt var rang­lega látið líta svo út að kýp­verska fé­lagið Desu­lo Tra­ding Lim­ited hafi í maí, júní, júlí, ág­úst og sept­em­ber 2008 lagt fé til kaupa á sam­tals 17.849.500 hlut­um í bank­an­um og borið af þeim fulla markaðsáhættu þegar kaup­in voru fjár­mögnuð af Kaupþingi.

Var eig­anda fé­lags­ins boðið að kaupa hluti í bank­an­um með fullri fjár­mögn­un hans, en fé­lagið Desu­lo Tra­ding Lim­ited var eigna­laust fé­lag. Um var að ræða um eða yfir tíu millj­arða króna sem tald­ir eru glataðir.

Sam­felld markaðsmis­notk­un

Í ákær­unni seg­ir að um sam­fellda markaðsmis­notk­un hafi verið að ræða á öllu tíma­bil­inu og að hátt­sem­in hafi miðað að því að halda verði hluta­bréfa í bank­an­um stöðugu eða draga úr verðlækk­un með því að halda inni stór­um kauptil­boðum og kaupa hluta­bréf í bank­an­um sem voru um­fram eft­ir­spurn. Til­gang­ur­inn var jafn­framt að tryggja selj­an­leika hluta­bréfa í Kaupþingi með mik­illi og stöðugri eft­ir­spurn eft­ir bréf­un­um.

Enn­frem­ur er ákært fyr­ir umboðssvik en Kaupþing lánaði Kevin Stan­ford í ág­úst 2008 12,4 millj­arða króna í formi pen­inga­markaðsláns til að fjár­magna að fullu kaup hans á hlut­um í Kaupþingi. Lána­nefnd bank­ans hafði ekki samþykkt lán­veit­ing­una og end­ur­greiðsla láns­ins var ekki tryggð, þrátt fyr­ir að fjár­hags­staða Stan­fords væri slæm. Lánið er talið að fullu glatað.

Málið er komið á dag­skrá Héraðsdóms Reykja­vík­ur og verður þing­fest 24. apríl næst­kom­andi.

Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sig­urðsson fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings. Golli / Kjart­an Þor­björns­son
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Sig­urður Ein­ars­son fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings. Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert