Birgittu var ekki heimilt að greina frá efni fundarins

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Ómar

Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manni Hreyf­ing­ar­inn­ar, var ekki heim­ilt að greina frá því sem átti sér stað á fundi formanna flokk­anna fyrr í kvöld, en hún skýrði frá efni hans á Face­book-síðu sinni. For­seti Alþing­is seg­ir efni slíkra funda vera trúnaðar­mál.

Í Face­book-færsl­unni sagði Birgitta að sam­komu­lag hefði náðst á milli flokk­anna um stjórn­ar­skrár­málið, að 40% kosn­inga­bærra manna þyrfti til að samþykkja stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Hún sagði að bú­ast mætti við því að sam­komu­lag um þinglok fylgdi fljót­lega í kjöl­farið.

„Það er mjög óvenju­legt að þing­menn greini frá því sem á sér stað á svona fund­um. Þetta eru trúnaðar­fund­ir og ég veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður,“ seg­ir Ásta Ragn­heiður Jóns­dótt­ir, for­seti Alþing­is.

Var Birgittu ekki heim­ilt að greina frá því sem gerðist á fund­in­um? „Nei, þess­ir fund­ir eru trúnaðar­fund­ir.“ Eru ein­hver viður­lög við þessu? „Ég get ekki svarað því, ég hef ekki séð þessa Face­book­færslu,“ seg­ir Ásta.

Færsla Birgittu er svohljóðandi: „Loks­ins fékk ég boð á formanna­fund og þar fékk ég eft­ir­far­andi staðfest sem samn­inga á milli formanna fjór­flokks­ins: Þau eru búin að semja um 40% þrösk­uld á breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá, ef mál er um­deilt þurfa um 90% allra á kjör­skrá að mæta á kjör­fund til að fá ákvæði samþykkt. Ekk­ert auðlind­ar­á­kvæði, Bakki verður keyrður í gegn og nátt­úru­vernd­ar­lög­in verða ekki lög­fest fyrr en eft­ir í fyrsta lagi eft­ir ár.“

Frétt mbl.is: Birgitta seg­ir sam­komu­lagi náð

Facebookfærsla Birgittu Jónsdóttur.
Face­book­færsla Birgittu Jóns­dótt­ur. www.face­book.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert