Hækkun langt umfram verðbólgu

mbl.is/Hjörtur

Vörukarfan hefur hækkað um 64% í Bónus og Samkaupum-Strax frá því í apríl 2008, samkvæmt tölum frá ASÍ. Á sama tímabili hefur verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs hækkað um 46%.

Í fréttatilkynningu frá ASÍ kemur fram að þegar rýnt er í verðhækkanir verslunarkeðjanna á þessum 5 árum má sjá að verðhækkanirnar eru mjög mismunandi eftir verslunarkeðjum.

Nóatún hefur hækkað minnst

Minnsta hækkunin á þessu tímabili er hjá Nóatúni en þar hefur verð hækkað um 26% og um 33% hjá Hagkaupum. Mesta hækkun á þessu tímabili er eins og áður sagði hjá Bónus og Samkaupum-Strax. Um 54% hjá Nettó og Tíu-ellefu, hjá Krónunni um 53% og hjá Samkaupum-Úrvali um 46%.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert