Óvissustig vegna Heklu

Rík­is­lög­reglu­stjór­inn og lög­reglu­stjór­inn á Hvols­velli lýsa yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðhrær­inga í Heklu.
 
Veður­stofa Íslands hef­ur upp­lýst al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra um óvenju­leg­ar jarðhrær­ing­ar í Heklu. Jafn­framt hef­ur Veður­stof­an hækkað eft­ir­lits­stig Heklu í gult vegna flug­um­ferða, sem þýðir að eld­fjallið sýni óvenju­lega virkni.

Óvissu­stig al­manna­varna þýðir að aukið eft­ir­lit er haft með at­b­urðarrás sem á síðari stig­um gæti leitt til þess að heilsu og ör­yggi fólks, um­hverf­is eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissu­stigi er hluti af verk­ferl­um í skipu­lagi al­manna­varna til að tryggja form­leg sam­skipti og upp­lýs­inga­gjöf. Óvissu­stigi er lýst yfir til þess að upp­lýsa viðeig­andi viðbragðsaðila og er ákveðið ferli í skipu­lagi al­manna­varna og það lægsta af þrem.

Í ljósi þessa vilja rík­is­lög­reglu­stjór­inn og lög­reglu­stjór­inn á Hvols­velli vara við ferðum fólks á Heklu á meðan óvissu­stig er í gildi.

 Uncertainty phase because of seismic acti­vity in mount Hekla

The Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police (NCIP) and the Police comm­issi­oner at Hvolfs­völl­ur declare an uncertainty phace (lowest level of warn­ing), because of seismic acti­vity in mount Hekla.

The Icelandic Met Office has in­for­med the Civil Protecti­on and Emer­gency Mana­gement of NCIP about un­usual seismic acti­vity in mount Hekla. The Icelandic Met Office has raised the ICAO aviati­on col­or code to yellow concern­ing air traffic, which me­ans that mount Hekla is show­ing an un­usual acti­vity.

Uncertainty phase me­ans that supervisi­on has been raised on that cour­se of events that may threa­ten pu­blic health and sa­fety, or that en­vironment or in­habited area may be threa­tened. To declare an uncertainty phase is a part of work process in the setup of pu­blic sa­fety to secure a formal comm­unicati­on between respon­se teams and to secure dis­sem­inati­on of in­formati­on.

In lig­ht of all of this the Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police and the Police comm­issi­oner at Hvolfs­völl­ur would warn people from hik­ing on mount Hekla while this uncertainty phase is in force.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert