Ítrekað uppselt á Ladda

Ítrekað hefur verið uppselt á gamanleikinn Laddi lengir lífið í …
Ítrekað hefur verið uppselt á gamanleikinn Laddi lengir lífið í Hörpu. Nú hefur þremur sýningum verið bætt við. mbl.is/Árni Sæberg

Þremur nýjum sýningu var bætt við í gamanleiknum Laddi lengir lífið sem frumsýndur verður í Hörpu föstudaginn 5. apríl.

Það seldist upp á allar sýningarnar á augabragði þegar opnað var fyrir miðasöluna upphaflega. Fleiri sýningum var bætt við en seldist einnig upp á þær jafnóðum. Sýningin var færð í stærri sal og enn fleiri sýningum bætt við en nú er að nýju uppselt á þær allar.

Enn hefur því verið gripið til þess ráðs að fjölga sýningum en þar sem Harpa er þétt setin var einungis hægt að bæta við þremur nýjum í dag. Þær verða sunnudaginn 12. maí, föstudaginn 24. maí og laugardaginn 25. maí.

Á sýningunni koma fram Laddi, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson. Miðasala fer fram á vefsvæðinu midi.is, á vefsvæði Hörpu og í síma 528-5050.

Karl Ágúst Úlfsson.
Karl Ágúst Úlfsson. mbl.is/Kristinn
Sigurður Sigurjónsson.
Sigurður Sigurjónsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert