Lokasprettur á Alþingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Þingfundur hefst á Alþingi kl. 10:30 í dag og er 21 mál á dagskrá. Umræður stóðu yfir á þingi til klukkan 3:40 í nótt, en þá var fundi slitið. Forseti Alþingis segist stefna að því að slíta þingi í kvöld.

Í dag hefst þingfundur á umræðu um lög um náttúruvernd.

Þingmenn sögðu í gærkvöldi, að allt stefndi í samkomulag þar sem kveðið er á um að frumvörp um uppbyggingu á Bakka verði afgreidd og að greidd verði atkvæði um eina af þrem tillögum í stjórnarskrármálinu. Er þar um að ræða tillögu sem gerir kleift að breyta stjórnarskránni á næsta kjörtímabili án þess að rjúfa þing. Til þess að stjórnarskrárbreyting nái fram að ganga þarf atkvæði 42 þingmanna og að a.m.k. 40% atkvæðabærra manna, þó alltaf meirihluta greiddra atkvæða, til að samþykkja breytingar í þjóðaratkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert