Lokasprettur á Alþingi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Þing­fund­ur hefst á Alþingi kl. 10:30 í dag og er 21 mál á dag­skrá. Umræður stóðu yfir á þingi til klukk­an 3:40 í nótt, en þá var fundi slitið. For­seti Alþing­is seg­ist stefna að því að slíta þingi í kvöld.

Í dag hefst þing­fund­ur á umræðu um lög um nátt­úru­vernd.

Þing­menn sögðu í gær­kvöldi, að allt stefndi í sam­komu­lag þar sem kveðið er á um að frum­vörp um upp­bygg­ingu á Bakka verði af­greidd og að greidd verði at­kvæði um eina af þrem til­lög­um í stjórn­ar­skrár­mál­inu. Er þar um að ræða til­lögu sem ger­ir kleift að breyta stjórn­ar­skránni á næsta kjör­tíma­bili án þess að rjúfa þing. Til þess að stjórn­ar­skrár­breyt­ing nái fram að ganga þarf at­kvæði 42 þing­manna og að a.m.k. 40% at­kvæðabærra manna, þó alltaf meiri­hluta greiddra at­kvæða, til að samþykkja breyt­ing­ar í þjóðar­at­kvæði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert