Skattar á einstæða foreldra hækka mikið á rúmum áratug

Íslendingar halda minna eftir af launum sínum en þeir gerðu …
Íslendingar halda minna eftir af launum sínum en þeir gerðu árið 2000. /Golli

Skattar á einstæða foreldra á Íslandi með tvö börn hækkuðu úr 5,7% árið 2000 í 20,6% árið 2012. Þar af hækkuðu þeir um 8,5 prósentustig á árunum 2009 til 2012 er hlutfallið fór úr 12,1% í 20,6%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í París, en hér er miðað við einstæða foreldra sem hafa 67% af meðallaunum hjá sama viðmiðunarhópi í einkageiranum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að skattar á þennan hóp voru að meðaltali 18,7% hjá OECD árið 2000 en lækkuðu svo í 15,5% árið 2009. Þeir hækkuðu síðan í 16,8% 2012. Skattarnir eru fundnir út með því að leggja saman skatta og opinber gjöld. Skattar á fleiri hópa hafa hækkað á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert