Ekki í viðræðum um kaup á bönkum

mbl.is

Landssamtök lífeyrissjóða og einstakir lífeyrissjóðir hafa ekki verið í viðræðum við fulltrúa erlendra kröfuhafa eða slitastjórnir gömlu bankanna um kaup á Íslandsbanka eða Arion banka. Þetta segir í tilkynningu frá samtökunum.

„Lífeyrissjóðir ávaxta eignir sínar með hagsmuni sjóðfélaga sinna að leiðarljósi. Af hálfu sjóðanna gæti komið til greina að skoða möguleg kaup á hluta af eignum búanna ef hagstæð kjör bjóðast. Slíkt mundi hins vegar krefjast vandaðs undirbúnings og víðtæk sátt þyrfti að ríkja um málið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert