Fólk matarlaust síðustu daga mánaðarins

Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði mat til 700 til 800 fjölskyldna í …
Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði mat til 700 til 800 fjölskyldna í gær, í Reykjavík og í Reykjanesbæ. mbl.is/Árni Sæberg

„Staðan er mjög slæm í samfélaginu. Maður horfir upp á fólk vera matarlaust síðustu tíu daga mánaðarins. Svo verður maður vitni að því að Alþingi samþykkir að senda 24 milljarða í neyðaraðstoð til annarra þjóða. Hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum þjóðum.“

Þetta segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands í Morgunblaðinu í dag. Matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar fór fram í gær, á tveimur stöðum; í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að um 700 til 800 fjölskyldur hafi þegið matarúthlutun fyrir páska.

„Þetta er enginn hátíðar páskamatur sem er í boði. Við erum hreinlega að hugsa um að vera með mat – þetta snýst um að gefa fólki magafylli. Okkur áskotnuðust um 400 páskaegg. Það er alltaf erfitt að velja úr hverjir eiga að fá en við reynum að gefa þeim egg sem eru með börn yngri en tíu ára,“ segir Ásgerður Jóna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert