„Þetta er bara rugl“

Þorláksbúð.
Þorláksbúð. Morgunblaðið/RAX

„Þetta er bara rugl, svo vitlaust að það er ekki hægt að tala um það,“ segir Árni Johnsen alþingismaður og formaður Þorláksbúðarfélagsins um tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem leggur til að Þorláksbúð verði færð. Árni segir að það myndi kosta 100 milljónir króna.

Eins og greint var frá á mbl.is í gær hvetur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ríkisendurskoðun til að ljúka hið fyrsta því verki að upplýsa um hvernig skattfé sem runnið hefur til Þorláksbúðar í Skálholti hafi verið varið. Í skýrslu nefndarinnar segir að bygging Þorláksbúðar hefði ekki staðist skipulagslög.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir svo í skýrslu sinni að ef ný og breytt skipulagsreglugerð hefði verið í gildi hefði verið unnt að koma í veg fyrir að Þorláksbúð hefði risið á þeim stað þar sem hún er. „Ekki verður horft fram hjá því að úr því sem komið er verður byggingin ekki fjarlægð nema kveðið verði á um það með dómi eða með samkomulagi þeirra sem hlut eiga að máli, þ.e. kirkjunnar og Þorláksbúðarfélagsins. Nefndin hvetur til þess að samkomulags verði leitað um að færa bygginguna.“

Eins og troða nýfæddu barni inn aftur

„Fólkið veit ekki hvað það er að tala um. Þetta er handverk, hver einasti fersentimetri í húsinu er handunninn, þetta er klæðskerasniðið frá a til ö og það myndi kosta 100 milljónir að flytja það,“ segir Árni. „Menn hefðu getað rætt þetta á einhverjum fyrri stigum en verkinu er lokið. Þetta er eins og að mæta á fæðingardeild, barnið er fætt en þá vill einhver troða því inn aftur!“

Árni Johnsen
Árni Johnsen mbl.is/Ómar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert