Vonast eftir betri efndum á Kýpur en á Íslandi

Kýpurbúar geta tekið út innistæður af bankareikningum í dag en …
Kýpurbúar geta tekið út innistæður af bankareikningum í dag en einungis 300 evrur á dag. AFP

Til þess að forðast áhlaup á bank­ana á Kýp­ur hef­ur gjald­eyr­is­höft­um verið komið á í land­inu ekki ósvipuðum þeim sem Íslend­ing­ar þekkja af eig­in raun. Í grein sem Jón Daní­els­son, hag­fræðing­ur, rit­ar bend­ir hann á að höft­in hafi átt að gilda í ör­fáa mánuði á Íslandi en þau séu enn í gildi, fimm árum síðar, og ef eitt­hvað er þá hafi þau verið hert.

Í grein Jóns sem birt­ist í CityAM kem­ur fram að stjórn­völd á Kýp­ur segi að þær ráðstaf­an­ir sem gripið sé til eigi að vera tíma­bundn­ar. Von­ast grein­ar­höf­und­ur til þess að það reyn­ist raun­in.

Gef­ur til kynna að stjórn­völd hafi misst tök­in

„Þegar land set­ur á gjald­eyr­is­höft gef­ur það til kynna að stjórn­völd hafi misst tök­in á efna­hag lands­ins. All­ir sem eigi pen­inga reyni að að leita leiða til að yf­ir­gefa sökkvandi skip eins fljótt og auðið er og þannig verður það þar til fjár­magnseig­end­ur telja að ástandið hafi batnað,“ seg­ir Jón meðal ann­ars í grein­inni.

Hann seg­ir að sýnt sé að gjald­eyr­is­höft­in á Íslandi hafi skemmt fyr­ir efna­hags­kerf­inu. Fjár­fest­ing­ar hafi hrunið og séu með því minnsta sem geng­ur og ger­ist í Evr­ópu eða 14,3% af vergri lands­fram­leiðslu í ár sam­an­borið við 18% að meðaltali í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Reiða sig nú á olíufund

Bein­ar er­lend­ar fjár­fest­ing­ar hafa nán­ast þurrk­ast upp og þeir Íslend­ing­ar sem eigi pen­inga reyni að halda hlut­un­um þannig að þeir geti flutt þá úr landi þegar tæki­færi gefst. Nú reiði Íslend­ing­ar sig á að finna olíu.

Á sama tíma og gjald­eyr­is­höft­um sé ætlað að koma í veg fyr­ir út­flæði fjár­magns þá munu þeir sem vilja fara með fé úr landi finna til þess leiðir - lög­leg­ar sem ólög­leg­ar. Niðurstaðan er leik­ur katt­ar­ins og músar­inn­ar milli stjórn­valda og fjár­magnseig­enda, þar sem niðurstaðan er stjórn­völd­um í óhag. Þetta leiðir til þess að höft­in eru hert enn frek­ar sem býr til jarðveg fyr­ir spill­ingu.

Jón bend­ir á í grein sinni að gjald­eyr­is­höft­un­um á Íslandi hafi ein­ung­is verið ætlað að gilda í nokkr­ar vik­ur og um neyðarráðstöf­un hafi verið að ræða. En því leng­ur sem höft­in gilda því erfiðara verður að losa þau. Hag­kerfið lag­ar sig að þeim og þau verða hluti af viðvar­andi lands­lagi. „Við get­um ein­ung­is vonað fyr­ir hönd Kýp­ur­búa að höft­in þar verði ein­ung­is tíma­bund­in,“ seg­ir Jón Daní­els­son, for­stöðumaður rann­sókn­ar­set­urs um kerf­is­læga áhættu á fjár­mála­mörkuðum við London School of Economics (LSE).

Grein­in í heild

Jón Daníelsson.
Jón Daní­els­son.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert