Forseti Íslands er meðal tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Sigurgeir Sigurðsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, prýðir lista bandaríska tímaritsins Vanity Fair yfir tíu best klæddu þjóðarleiðtoga heims og kemst þar með í hóp Baracks Obama forseta Bandaríkjanna, Soniu Gandhi, forseta indverska þjóðarflokksins og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Listann leiðir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.

Á vefsíðu Vanity Fair segir að „fágaður stíll“ Ólafs Ragnars sé augljóslega undir breskum áhrifum.

Tvíhneppt jakkaföt hans með breiðum jakkaboðungum minni á háskólasamfélagið í Oxford og Cambridge á þriðja áratug síðustu aldar en gleraugu hans, sem séu í flugmannsstíl, séu meira í átt við stúdentamótmæli í Columbia háskólanum bandaríska á fimmta áratugnum.

Sérstaklega er tekið fram að Ólafur skarti eigin hári, sem sé gjarnan „frjálslegt en þó greinilega vel greitt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert