Ásbjörn nýr ræðukóngur

Ásbjörn Óttarsson (l.t.h.) og Þráinn Bertelsson töluðu mest og minnst. …
Ásbjörn Óttarsson (l.t.h.) og Þráinn Bertelsson töluðu mest og minnst. Milli þeirra er Árni Johnsen. mbl.is/Heiddi

Ásbjörn Ótt­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, er ræðukóng­ur 141. Alþing­is.

Hann talaði sam­tals í 1.146 mín­út­ur eða rúm­ar 19 klukku­stund­ir í 111 ræðum, að meðaltali var hver ræða rúm­ar tíu mín­út­ur, þá gerði hann um 300 at­huga­semd­ir sem vöruðu í 546 mín­út­ur. Ásbjörn talaði aðeins minna í ár en í fyrra var hann sjö­undi í röðinni og talaði í 1.335 mín­út­ur.

Af þeim tíu þing­mönn­um sem töluðu mest eru sex úr Sjálf­stæðis­flokki og þrír úr Fram­sókn­ar­flokki. Þrá­inn Bertels­son, þingmaður Vinstri-grænna, er sá sem tal­ar minnst á þingi og nær sam­an­lagður ræðutími hans ekki einni klukku­stund. Hann tjáði sig einnig minnst á þingi í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert