„Ég hef vakið athygli fyrir að vera ekki með nein risaloforð. Og þannig verður það í þessari baráttu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, um kosningabaráttuna framundan í viðtali í Morgunblaðinu í dag.
Katrín er fylgjandi byggingu kísilvers á Bakka en mótfallin álveri í Helguvík og segir VG einu hreyfinguna sem hafi sett umhverfismál á oddinn. Í samtalinu segir hún aðild að ESB á endanum koma til kasta þjóðarinnar.