Skíðamót frambjóðenda í Norðausturkjördæmi til Alþingis í vor fer fram í dag í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Samkvæmt tilkynningu frá skíðasvæðinu hafa frambjóðendur flestra framboða boðað komu sína og ljóst að hart verður barist. Keppnin hefst kl. 14 á Hólabrautarbrekku.
Ásamt frambjóðendum munu skíðakempur einnig keppa samkvæmt tilkynningu. Kynnir verður Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.