„Vegna þess að lýðurinn hrópaði“

Yfirskrift prédikunar biskups Íslands í dag var Upprisan, vonin og …
Yfirskrift prédikunar biskups Íslands í dag var Upprisan, vonin og vorið. Ljósmynd/Þjóðkirkjan

„Frétt­ir síðastliðinn­ar viku vitna um það sem gerðist fyr­ir 40 árum er sak­laust fólk var dæmt til að eyða mörg­um af sín­um bestu árum bak við lás og slá. Hvers vegna gerðist það? Meðal ann­ars vegna þess að lýður­inn hrópaði eins og í Jerúsalem forðum,“ sagði frú Agnes M. Sig­urðardótt­ir, bisk­up Íslands, í pré­dik­un sinni í Dóm­kirkj­unni í dag, páska­dag.

 „Minni­hluta­hóp­ar hafa þurft að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um sín­um og því að fá að vera eins og þau eru. Oft­ar en ekki eru börn sem ekki fylgja fjöld­an­um lögð í einelti. Það á líka við í heimi hinna full­orðnu. Einelti litar líf þess er fyr­ir því verður, ekki bara meðan á því stend­ur held­ur alltaf. Okk­ur mann­fólk­inu hætt­ir til að vera of af­skipta­söm þegar það á ekki við, en jafn­vel ekki nógu at­hug­ul þegar það á við,“ sagði frú Agnes.

Óásætt­an­legt að hafa ekki í sig og á

Hún sagði að við þyrft­um ekki síst á því að halda nú að treysta því allt muni fara vel. „Við meg­um ekki stöðva við kross­inn í efna­hags­leg­um þreng­ing­um okk­ar sem þjóð, við skul­um ganga að gröf­inni, finna hana tóma, fyll­ast von á hið góða, á framtíðina, á lífið og vera vak­andi fyr­ir því sem bet­ur má fara í sam­fé­lagi okk­ar,“ sagði bisk­up og einnig: „Það er ekki ásætt­an­legt að fólk hafi ekki í sig og á í landi okk­ar, sé mat­ar­laust síðustu daga mánaðar­ins eins og lesa mátti í dag­blaði fyr­ir pásk­ana. Það verður ekki ein­göngu lagað með efna­hags­leg­um aðgerðum held­ur einnig með breyttu hug­ar­fari.“

„Hann birt­ist okk­ur á stund­um gleði og sorg­ar“

„Eins og Jesús birt­ist kon­un­um við gröf­ina og læri­svein­um sín­um eft­ir upprisuna mun hann einnig birt­ast okk­ur.  Hann birt­ist okk­ur í öðru fólki, fólki sem hjálp­ar og styður, fræðir og hugg­ar.  Hann birt­ist okk­ur í aðstæðum sem við köll­um stund­um til­vilj­an­ir.  Hann birt­ist okk­ur þegar við finn­um að við efl­umst og fáum þrek til að tak­ast á við erfiðar aðstæður.  Hann birt­ist okk­ur á stund­um gleði og sorg­ar, á hvers­dög­um sem og hátíðis­dög­um, því hann er uppris­inn.  Krist­ur er sann­ar­lega uppris­inn,“ sagði frú Agnes í ræðu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert