Átta samtök standa að Flokki heimilanna

Pétur Gunnlaugsson er formaður Flokks heimilanna.
Pétur Gunnlaugsson er formaður Flokks heimilanna. mbl.is

Flokk­ur heim­il­anna kynnti á blaðamanna­fundi í dag fram­boð flokks­ins til næstu Alþing­is­kosn­inga und­ir bók­stafn­um X-I. Átta stjórn­mála­sam­tök og áhuga­manna­hóp­ar ákváðu að sam­ein­ast und­ir merkj­um Flokks heim­il­anna og verður boðið fram í öll­um kjör­dæm­um.

Formaður flokks­ins er Pét­ur Gunn­laugs­son og vara­formaður Inga Kar­en Ing­ólfs­dótt­ir. Að flokkn­um standa eft­ir­far­andi hóp­ar og sam­tök: Lýðveld­is­flokk­ur­inn, Sam­tök full­veld­issinna, Áhuga­hóp­ur um tján­inga­frelsi, Sjálf­stæðir Sjálf­stæðis­menn, Þjóðarflokk­ur­inn, Áhuga­hóp­ur úr Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna, Áhuga­fólk um kjör aldraðra og ör­yrkja og fyrr­um fé­lag­ar úr Sam­stöðu.

Hægt er að sjá hverj­ir skipa þrjú efstu sæti fram­boðslist­anna í pdf-skjali sem fylg­ir frétt­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert