Átta samtök standa að Flokki heimilanna

Pétur Gunnlaugsson er formaður Flokks heimilanna.
Pétur Gunnlaugsson er formaður Flokks heimilanna. mbl.is

Flokkur heimilanna kynnti á blaðamannafundi í dag framboð flokksins til næstu Alþingiskosninga undir bókstafnum X-I. Átta stjórnmálasamtök og áhugamannahópar ákváðu að sameinast undir merkjum Flokks heimilanna og verður boðið fram í öllum kjördæmum.

Formaður flokksins er Pétur Gunnlaugsson og varaformaður Inga Karen Ingólfsdóttir. Að flokknum standa eftirfarandi hópar og samtök: Lýðveldisflokkurinn, Samtök fullveldissinna, Áhugahópur um tjáningafrelsi, Sjálfstæðir Sjálfstæðismenn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna, Áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrrum félagar úr Samstöðu.

Hægt er að sjá hverjir skipa þrjú efstu sæti framboðslistanna í pdf-skjali sem fylgir fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert